Netgreiðslur sem ganga upp

Gleymdu úreltum greiðslumátum. Innheimtu beinar millifærslur um alla Evrópu með auðveldum, öruggum og fljótlegum hætti.

Kostir við kevin.

Víðtækt umfang

kevin. greiðslugáttin nær yfir vel þróað bankakerfi í 27 ESB- og EES-löndum. Víðtækt bankaumfang gerir söluaðilum kleift að stækka neytendahóp sinn með því að ná til yfir 350 milljóna viðskiptavina um alla Evrópu.

Sanngjarnt verðlag

kevin. býður upp á hraðvirkar og sanngjarnt verðlagðar greiðslur yfir landamæri með möguleika á að draga úr færslukostnaði með því að virkja greiðslur milli reikninga. Sparaðu tíma og fjármagn með því að velja trausta greiðsluinnviði fyrir sanngjarnt verð.

Fleiri greiðslumöguleikar

Bjóddu viðskiptavinum þínum greiðsluþjónustu með auknum greiðslumöguleikum. Leyfðu þeim að njóta þess besta af opnum banka með því að bjóða upp á beingreiðslumáta (A2A) sem dregur verulega úr viðskiptakostnaði.

Öryggi framar öllu

kevin. dregur umtalsvert úr hættu á greiðslusvikum á netinu með því að fjarlægja óþarfa milliliði úr greiðsluferlinu. Með 100% API-tengingu við evrópska banka og einstöku dulkóðunarkerfi eru kerfi kevin. nánast ónæm fyrir netglæpum.

Samþættingarleiðir

Við höfum allt sem þú þarft

Ef viðbótin okkar virðist ekki vera rétt fyrir þig, bjóðum við upp á sérsniðnar gerðir samþættingar. Í uppáhaldi forriturum, hefur kevin. verið smíðað til að samþætta, prófa og fara í notkun á aðeins nokkrum dögum. Með einum API, sandkassa og SDK bókasöfnum gæti það ekki verið auðveldara að byrja.

Byrjaðu hnökralaust með kevin. farsíma-SDK

kevin. er byggt til að vera farsíma- og þróunarvænt greiðslukerfi. SDK okkar gerir þróunaraðilum kleift að einbeita sér að því að búa til bestu farsímagreiðsluupplifunina frekar en yfirþyrmandi tæknivinnu.

Með kevin.-viðbótinni færðu greitt á fáeinum sekúndum

Samþættu samstundis og taktu við greiðslum á vinsælustu rafrænum viðskiptakerfum. Með kevin. innheimtu netgreiðslur hraðar og á betra verði. Hins vegar, ef þú vilt smíða fullkomlega sérsniðna greiðslulausn á vefnum, getum við séð um jafnvel flóknustu beiðnir.

Viltu kynna þér greiðslur með millifærslu?

Hraðvirk tenging reikninga

Forðaðu viðskiptavinum þínum frá því að fara í gegnum langt greiðsluferli við öll kaup. Að tengja reikninginn tekur aðeins nokkrar sekúndur og allar frekari netgreiðslur verða inntar af hendi með einum smelli. Það virkar alveg eins og að bæta við korti, bara hraðar og auðveldara. Virkjaðu þennan eiginleika til að draga úr brottfalli og bæta varðveislu viðskiptavina.

Hraðvirk kortaframsending

Kortagreiðslur eru óþægilegar og innihalda allt að 15 mismunandi gjöld. Með kevin. verður kortagreiðslum vísað beint áfram í gegnum bankann. Vegna þess verður greiðsluferlið á netinu mun hraðara og færslugjöldin verulega læg

Sérsniðið greiðsluferli

Með kortagreiðslum fylgja ýmis gjöld sem geta étið upp umtalsvert hlutfall af tekjum þínum. Með greiðslum á milli reikninga geturðu farið framhjá milliliðunum og haldið meira af hagnaðinum fyrir þig

Algengar spurningar

  Hvað eru netgreiðslur?

  Netgreiðslur eru greiðslur sem eru inntar af hendi á netinu fyrir vörur eða þjónustu sem er ýmist keypt á netinu eða utan nets.

  Algengustu netgreiðslumátarnir eru: millifærslur í netbanka, debet- og kreditkortafærslur á netinu, stafræn veski (t.d. Apple Pay/Google Pay).

  Tvenns konar netgreiðslur eru til: stakar færslur (t.d. við fatakaup á netinu) og endurteknar greiðslur (t.d. áskriftir).

  Hvað er greiðslugátt og hvernig virkar hún?

  Greiðslugátt er stafræn gátt sem beinir greiðslum viðskiptavina inn á bankareikning söluaðila. Hún er ómissandi verkfæri fyrir fyrirtæki sem stunda netviðskipti og vilja taka við greiðslum.

  Færslur í gegnum greiðslugátt eru bæði fljótlegar og einfaldar. Viðskiptavinur leggur inn pöntun og greiðslugáttin hefur samband við útgáfubankann eða úrvinnsluaðila kortsins til að staðfesta hvort viðskiptavinurinn eigi næga innistæðu á bankareikningnum sínum til að greiða fyrir kaupin.

  kevin. býður upp á hnökralausa og örugga greiðslulausn. Lestu bloggið okkar til að sjá hvernig hún gæti gagnast þínu fyrirtæki.

  Nánar um greiðslugátt

  Hvernig á að velja rétt greiðslukerfi?

  Val á réttu greiðslukerfi er mikilvæg ákvörðun sem getur haft úrslitaáhrif á afkomu fyrirtækisins. Valið veltur á því hvers konar þjónustu fyrirtækið býður upp á, hversu marga greiðslumáta á að styðja og hversu einfalt það er í notkun fyrir viðskiptavini þegar þeir versla.

  Nánar um greiðslumáta á netinu

  Hvernig er hægt að innheimta netgreiðslur á vefsvæði eða í forriti?

  Ýmsar leiðir eru færar til að taka við netgreiðslum en aðferðin fer eftir því hvers konar fyrirtæki þú rekur. Beingreiðslur gætu til dæmis verið besta leiðin til að afgreiða færslur hratt og örugglega. Slíkar færslur fara beint út af bankareikningi viðskiptavinarins inn á bankareikning söluaðila. Það er frábær leið til að innheimta greiðslur ef markmiðið er hátt viðskiptahlutfall, tafarlaust uppgjör og betra umreikningsgengi en kreditkort bjóða upp á.

  Er öruggt að taka við netgreiðslum í gegnum kevin.?

  Já, það er öruggt að taka við greiðslum í gegnum kevin. vegna þess að við leggjum höfuðáherslu á öryggi. Við búum yfir háþróuðu umsjónarkerfi greiðslueininga sem tryggir stafrænt öryggi eins og best verður á kosið. Öll gögn sem fara í gegnum kevin. eru dulkóðuð og ekki er hægt að hakka þau. Þetta þýðir að ef greiðslueiningar komast í hendur svikara munu þær glata verðgildi sínu í þeirra höndum.

  Nánar um greiðslusvik á netinu

  Hvað kostar að taka við netgreiðslum í gegnum kevin.?

  Verðskráin okkar er mismunandi í takt við fjölda færslna og eiginleikana sem fyrirtækið vill nýta sér. Endilega hafðu samband til að ræða þína notkun svo við getum gefið þér rétt verð sem á við þínar þarfir.

  Hafa samband

  Hvernig er hægt að innleiða greiðslugátt kevin. á vefsvæði eða í forriti?

  Það er einfalt að setja upp greiðslugátt kevin., þökk sé skýrum og hnitmiðuðum fylgigögnum. Í þróunaraðilamiðstöð okkar má finna gagnlegar upplýsingar sem leiða þig í gegnum ferlið skref fyrir skref.

  Þróunaraðilamiðstöðin

  Hvernig er greiðsluferlið þegar tekið er við netgreiðslum í gegnum kevin.?

  Greiðslukerfi kevin. býður upp á alla eiginleikana sem fyrirtæki þurfa til að veita hnökralausa greiðsluupplifun, þar á meðal eiginleika til að sérsníða greiðsluferlið í takt við þarfir og óskir vörumerkisins. Viðskiptahlutfallið kann að batna án nokkurra breytinga á vörumerkinu og greiðsluferlið gengur snurðulaust fyrir sig á sama tíma og verslunarupplifunin verður ekki fyrir nokkurri truflun.

  Hversu langan tíma tekur að vinna úr greiðslu í gegnum kevin.?

  Oftast er úrvinnsla greiðslna í gegnum kevin. tafarlaus. Í sumum tilfellum getur úrvinnsla greiðslna þó tekið einhvern tíma vegna þess að sumir bankar eru lengur en aðrir að vinna úr greiðslum. Ástæðan er sú að tilteknir bankar takamarka þær upphæðir sem hægt er að millifæra án tafar.

Næstu kynslóð greiðsluuppbyggingar

Netgreiðslur

Greiðslur í verslun

Samstarfsaðilar